Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 223  —  220. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um undanþágu frá staðnámi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða háskólar hafa sett verklagsreglur um undanþágur frá staðnámi í greinum sem ekki eru í boði í fjarnámi vegna sérstakra aðstæðna einstaklinga, svo sem búsetu, starfs, íþróttaiðkunar eða fjölskylduaðstæðna?
     2.      Hversu margir, ef einhverjir, nemendur hafa nýtt slíka undanþágu? Svar óskast sundurliðað eftir háskólum.


Skriflegt svar óskast.